Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

640. fundur 21. júlí 2017 kl. 02:15 - 02:45 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri byggingareftirlits
Dagskrá

1.Óðinsnes 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju anddyri

Málsnúmer 2017070054Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júlí 2014 þar sem Helgi Már Halldórsson fyrir hönd Smáragarðs ehf., kt. 600269-2599, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á norðvestur hlið húss nr. 2 við Óðinsnes. Um er að ræða anddyri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Helga Má Halldórsson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

2.Þórunnarstræti 99 - stækkun á svölum og heitur pottur

Málsnúmer 2017050013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til að stækka svalir og setja upp heitan pott við hús nr. 99 við Þórunnarstræti. Innkomið samþykki Minjastofnunar 7. júlí 2017. Innkomnar nýjar teikningar 11. júlí 2017.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

3.Matthíasarhagi 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017060016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd ÁK smíði ehf., kt. 450404-2840, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 12. júlí 2017 og 18. júlí 2017.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

4.Gleráreyrar 1 - rými 13, veitingastaður

Málsnúmer 2017070059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd EF1 ehf., kt. 681113-0960, sækir um leyfi til að breyta rými í suð-austurhorni Glerártorgs(rými 13) Gleráreyrum 1 í veitingastað á tveimur hæðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Glerárgata 32 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 2017070061Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júlí 2017 þar sem Jón Ólafsson fyrir hönd Ljósgjafans ehf., kt. 561105-0490, sækir um stöðuleyfi fyrir gám á lóð nr. 32 við Glerárgötu. Meðfylgjandi er mynd.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir stöðuleyfi fyrir gáminn til 21. júlí 2018.

6.Sómatún 18 - umsókn um leyfi fyrir garðhúsi

Málsnúmer 2017070062Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júlí 2017 þar sem Gísli Arnar Guðmundsson, kt. 251172-4639, og Fjóla Ákadóttir, kt. 280780-3089, sækja um leyfi fyrir garðhúsi á lóð sinni nr. 18 við Sómatún. Garðhúsið er 14,9 fm, einangrað og með raflýsingu. Meðfylgjandi eru myndir.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið enda verði garðhúsið að lágmarki 3 m frá íbúðarhúsinu.

7.Geirþrúðarhagi 4 - umsókn um framlengingu á framkvæmdarfresti

Málsnúmer 2016120158Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júlí 2017 þar sem Fjölnir ehf., kt. 530289-2069, sækir um framkvæmdafrest á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Sótt er um frest til 1. febrúar 2018.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

8.Norðurgata 48 - fyrirspurn vegna viðbyggingar/sólstofu

Málsnúmer 2017070072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. júlí 2017 þar sem Malee Vita, kt. 16036-2219, leggur inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við hús nr. 48 við Norðurgötu. Meðfylgjandi er mynd og samþykki nágranna.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar erindinu og óskar eftir umsókn um byggingarleyfi með nánari tillöguteikningum þar sem fram kemur útlit, grunnmynd hússins og afstaða til næstu húsa. Umsóknin verður þá lögð fyrir skipulagsráð.

9.Glerárvirkjun II - umsókn um byggingarleyfi fyrir stíflu

Málsnúmer 2017050123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2017 þar sem Jónas Karlesson fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um byggingarleyfi fyrir stíflumannvirki í Glerá inn á Glerárdal vegna Glerárvirkjunar II. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jónas Karlesson og umsögn Vinnueftirlitsins. Innkomnar nýjar teikningar 18. júlí 2017.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

10.Þórunnarstræti 126 - umsókn um breytingu á bílastæðum

Málsnúmer 2016080016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júlí 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230, og Sigurlaugar A. Gunnarsdóttur, kt. 131266-5889, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum fyrir Þórunnarstræti 126. Um er að ræða breytingu á bílastæðum við húsið. Meðfylgjandi eru teikningar mótteknar 19. júlí 2017 eftir Loga Einarsson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

11.Davíðshagi 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017060027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi á fjölbýlishúsinu Davíðshaga 4, matshluta 02 á lóð nr. 51 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 19. júlí 2017.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 02:45.