Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

607. fundur 03. nóvember 2016 kl. 13:00 - 13:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Davíðshagi 10 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2015060049Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. október 2016 þar sem Jóhann Þórðarson fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, óskar eftir framkvæmdafresti á lóð nr. 10 við Davíðshaga til 1. apríl 2017.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Daggarlundur 14 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016110007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. nóvember 2016 þar sem Gunnlaugur Eiðsson og Halldóra Einarsdóttir óska eftir niðurteknum kantsteini við hús sitt í Daggarlundi 14. Teikning fylgir.
Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem vinnureglur um bílastæði og úrtök á kantsteini eru í vinnslu.

3.Glerárgata 30 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2016110025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2016 þar sem Ólafur Jensson fyrir hönd G30 fasteigna ehf., kt. 661013-1920, sækir um innanhússbreytingar á vesturhluta 2. hæðar í Glerárgötu 30. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Krossanes 4 - umsókn um breytingar og skýli

Málsnúmer 2016050071Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. apríl 2016 þar sem Björgvin Smári Jónsson fyrir hönd Becromal Iceland ehf., kt. 590207-0120, sækir um breytingar og byggingu á skýli við Krossanes 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 31.október 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Þingvallastræti 18 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2014090303Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. október 2016 þar sem Gísli Jón Kristinsson fyrir hönd Frelsis ehf., kt 620904-2280, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum við Þingvallastræti 18. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Jón Kristinsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Gleráreyrar 1, bil 27, 28 og 29 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016100035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. september 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd EF1 ehf., kt. 681113-0960, sækir um breytingar á bilum 27, 28 og 29. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 28. október 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Ásabyggð 18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. október 2016 þar sem Sigurður Áki Eðvaldsson og Lísbet Gröndvaldt Björnsdóttir sækja um byggingaleyfi vegna breytinga í kjallara í húsi nr. 18 við Ásabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Geirþrúðarhagi 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016050207Vakta málsnúmer

Erindi dgasett 24. maí 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 5 við Geirþrúðarhaga. Innkomnar teikningar eftir Tryggva Tryggvason 2. nóvember 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:30.