Nonnahagi 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016050202

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 234. fundur - 01.06.2016

Erindi dagsett 23. maí 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Árness ehf., kt. 680803-2770, óskar eftir stækkun á byggingarreit á lóð nr. 2 við Nonnahaga. Lagðar voru fram tvær útfærslur A og B.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við tillögu A. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Erindi dagsett 23. maí 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Árness ehf., kt. 680803-2770, óskar eftir stækkun á byggingarreit á lóð nr. 2 við Nonnahaga. Lagðar voru fram tvær útfærslur A og B.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda á fundi 1. júní 2016, að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við tillögu A. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Annað erindi barst 9. júní 2016 þar sem einnig var óskað eftir lóðarstækkun.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit og lóð sem einungis varðar hagsmuni Akureyrarkaupstaðar og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 3513. fundur - 07.07.2016

12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 22. júní 2016:

Erindi dagsett 23. maí 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Árness ehf., kt. 680803-2770, óskar eftir stækkun á byggingarreit á lóð nr. 2 við Nonnahaga. Lagðar voru fram tvær útfærslur A og B.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda á fundi 1. júní 2016, að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við tillögu A. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Annað erindi barst 9. júní 2016 þar sem einnig var óskað eftir lóðarstækkun.

Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit og lóð sem einungis varðar hagsmuni Akureyrarkaupstaðar og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 11. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.