Evrópsk úttekt á menntun í skóla án aðgreiningar

Málsnúmer 2016030130

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 5. fundur - 21.03.2016

Lagt fram til kynningar erindi sem barst í tölvupósti 9. mars 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að Akureyrarbær taki þátt í evrópskri úttekt á menntun í skóla án aðgreiningar.

Óskað er eftir að Akureyrarbær verði þátttakandi í úttektinni.