Íbúðir fyrir tekjulágar fjölskyldur

Málsnúmer 2016030098

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3498. fundur - 17.03.2016

Rætt um viljayfirlýsingu Alþýðusambands Íslands og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á 1000 íbúðum á næstu fjórum árum.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir viðræðum við forsvarsmenn ASÍ um möguleika á uppbyggingu á ódýru leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga á Akureyri.