Vinabæjamót - kontaktmannamót - Västerås 2016

Málsnúmer 2016030095

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3498. fundur - 17.03.2016

Lagt fram erindi dagsett 10. mars 2016 frá Bo Dahllöf borgarstjóra Västerås þar sem hann er að athuga hvort færa megi vinabæjamót sem haldið verður í Västerås í ár um eina viku þ.e. til daganna 16. og 17. júní. Einnig er óskað eftir áliti sveitarfélagsins á því hvort breyta eigi hve marga fulltrúa hvert sveitarfélag sendir á vinabæjamótin þannig að á vinabæjamótin mæti aðeins 2 fulltrúar bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

Bæjarráð - 3502. fundur - 14.04.2016

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 5. apríl 2016 frá Västerås þar sem tveimur fulltrúum Akureyrarbæjar er boðið á árlegt tenglamót sem nú er haldið í Västerås dagana 9. og 10. júní nk.

Bæjarráð - 3504. fundur - 28.04.2016

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 5. apríl 2016 frá Västerås þar sem tveimur fulltrúum Akureyrarbæjar er boðið á árlegt tenglamót sem nú er haldið í Västerås dagana 9. og 10. júní nk. Áður á dagskrá bæjarráðs 14. apríl 2016.
Bæjarráð samþykkir að forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri verði fulltrúar Akureyrarkaupstaðar á tenglamótinu.