Þórunnarstræti 123 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020159

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 574. fundur - 18.02.2016

Erindi dagsett 15. febrúar 2016 þar sem Edda Lára Guðgeirsdóttir f.h. íbúa við Þórunnarstræti 123 sendir inn fyrirspurn um byggingu bílskúrs við Þórunnarstræti 123.
Skipulagsstjóri óskar eftir frekari gögnum sem sýna afstöðu, útlit og umfang bílgeymslu, til að leggja fyrir skipulagsnefnd.

Skipulagsráð - 258. fundur - 15.03.2017

Erindi dagsett 15. febrúar 2016 þar sem Edda Lára Guðgeirsdóttir fyrir hönd eigenda Þórunnarstrætis 123 sendir inn fyrirspurn um byggingu bílskúra á lóðinni Þórunnarstræti 123.

Skipulagnefnd tók erindið fyrir 18. febrúar 2016 og óskaði eftir frekari gögnum.

Innkomin yfirlýsing og skýringarmynd 24. febrúar 2017.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra að ræða við umsækjendur.

Skipulagsráð - 262. fundur - 10.05.2017

Erindi dagsett 15. febrúar 2016 þar sem Edda Lára Guðgeirsdóttir, kt. 240954-3709, fyrir hönd íbúa við Þórunnarstræti 123 sendir inn fyrirspurn um byggingu bílskúra á lóðinni Þórunnarstræti 123. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 15. mars 2017. Innkominn ný teikning dagsett 12. apríl 2017.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsókn um byggingarleyfi berst.

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 15. febrúar 2016 þar sem Edda Lára Guðgeirsdóttir f.h. eigenda við Þórunnarstræti 123 sendir inn fyrirspurn um byggingu bílskúrs við Þórunnarstræti 123. Innkomnar nýjar teikningar 20. september 2017.

Erindið var grenndarkynnt frá 21. september 2017 með athugasemdafresti til 19. október 2017. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar umsókn um það berst.

Edward Hákon Huijbes V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.