SVA - kaup á strætisvagni 2016

Málsnúmer 2016010147

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 322. fundur - 22.01.2016

Lagt fram minnisblað um kaup á notuðum strætisvagni og kynnt staðan á útboði vegna kaupa á metan vögnum fyrir SVA.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Framkvæmdaráð - 323. fundur - 29.01.2016

Framhald á umræðu síðasta fundar um kaup á strætisvagni og útboðs á metanvögnum fyrir SVA.
Framkvæmdaráð samþykkir að kaupa strætisvagn, Iveco Crossway, frá B&L. Verð vagnsins er innan viðmiðunarfjárhæða sem gilda um vöru- og þjónustukaup.

Framkvæmdaráð - 336. fundur - 06.10.2016

Lögð fram tilboð í kaup á metanvögnum fyrir SVA. Alls bárust tilboð frá 3 eftirtöldum aðilum:

Klettur-sala og þjónusta ehf,
kr. 119.643.422

BL Sævarhöfða 2,
kr. 132.571.399

Bílaumboðið Askja ehf,

kr. 196.949.200

Bílaumboðið Askja ehf, frávik,
kr. 148.254.400

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði frá Kletti-sölu og þjónustu ehf.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 26. fundur - 02.02.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 31. janúar 2018 um kaup á metan stætisvögnum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupin samkvæmt fyrirliggjandi samningi.