Velferðarráð - framkvæmdayfirlit 2015-2018

Málsnúmer 2015090073

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1214. fundur - 16.09.2015

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri búsetudeildar, Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lögðu fram yfirlit yfir framkvæmdaþörf næstu ára og forgangsröðun þeirra.
Velferðarráð samþykkir að senda framkvæmdayfirlitin áfram til bæjarráðs og afrit til Fasteigna Akureyrarbæjar.

Bæjarráð - 3473. fundur - 01.10.2015

3. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 16. september 2015:

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri búsetudeildar, Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lögðu fram yfirlit yfir framkvæmdaþörf næstu ára og forgangsröðun þeirra.

Velferðarráð samþykkir að senda framkvæmdayfirlitin áfram til bæjarráðs og afrit til Fasteigna Akureyrarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Velferðarráð - 1258. fundur - 06.09.2017

Lagt var fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Jóns Hróa Finnssonar sviðsstjóra búsetusviðs dagsett 5. september 2017 um þörf fyrir almennt og sértækt húsnæði á næstu einu til þremur árum.

Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillögurnar og leggur áherslu á að leitað verði fleiri leiða til að mæta brýnni þörf fyrir hagstætt leiguhúsnæði samanber tillögur í húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar.