Verkefnastjóri tómstunda og íþrótta fyrir fatlað fólk á Akureyri

Málsnúmer 2015090062

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1214. fundur - 16.09.2015

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar og Hlynur Már Erlingsson verkefnastjóri búsetudeildar kynntu hugmynd að ráðningu verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að þróa tómstundir og íþróttir fyrir fatlað fólk á Akureyri. Lagt er til að verkefnastjórinn heyri undir samfélags- og mannréttindadeild og að 50% staða verkefnastjóra félagslegrar liðveislu á búsetudeild myndi renna saman við þetta nýja starf.
Velferðarráð samþykkir að umsjón félagslegrar liðveislu og 50% staða verkefnastjóra færist til samfélags- og mannréttindadeildar. Velferðarráð leggur áherslu á að ef um 100% stöðu verður að ræða að tryggt sé að hlutverk verkefnastjóra verði þjónusta við fatlað fólk óháð því hvort það sé með félagslega liðveislu eða ekki.

Íþróttaráð - 174. fundur - 17.09.2015

Forstöðumaður íþróttamála kynnti hugmynd að ráðningu verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að þróa tómstundir og íþróttir fyrir fatlað fólk á Akureyri. Lagt er til að verkefnastjórinn heyri undir samfélags- og mannréttindadeild og að 50% staða verkefnastjóra félagslegrar liðveislu á búsetudeild myndi renna saman við þetta nýja starf.
Erindinu frestað.

Samfélags- og mannréttindaráð - 171. fundur - 01.10.2015

Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar kynnti hugmynd frá búsetudeild og forstöðumanni íþróttamála um ráðningu verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að þróa tómstundir og íþróttir fyrir fatlað fólk á Akureyri. Lagt er til að verkefnastjórinn heyri undir samfélags- og mannréttindadeild og að 50% staða verkefnastjóra félagslegrar liðveislu á búsetudeild myndi renna saman við þetta nýja starf.
Hugmyndin hefur þegar verið kynnt í velferðarráði og íþróttaráði.
Lagt fram til kynningar, en ráðið tekur fram að erindið þarfnast nánari skoðunar.

Íþróttaráð - 175. fundur - 07.10.2015

Forstöðumaður íþróttamála kynnti hugmynd að ráðningu verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að þróa tómstundir og íþróttir fyrir fatlað fólk á Akureyri. Lagt er til að verkefnastjórinn heyri undir samfélags- og mannréttindadeild og að 50% staða verkefnastjóra félagslegrar liðveislu á búsetudeild myndi renna saman við þetta nýja starf. Erindinu var frestað á síðasta fundi íþróttaráðs.
Íþróttaráð leggur til að erindið verði útfært nánar meðal aðila er málið varðar.