Fjárhagsáætlun 2016 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015090007

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 265. fundur - 04.09.2015

Lögð fram húsaleiguáætlun FA fyrir árið 2016.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir framlagða húsaleiguáætlun.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 266. fundur - 11.09.2015

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti á fundinn kl. 08:45.
1. umræða um gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 267. fundur - 18.09.2015

Framhald frá síðasta fundi af 1. umræðu vegna viðhaldsáætlunar og nýframkvæmdaáætlunar fyrir árið 2016.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 268. fundur - 16.10.2015

Þegar hér var komið mætti Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista á fundinn kl. 09:40.
Framhald frá síðasta fundi af 1. umræðu vegna viðhaldsáætlunar og nýframkvæmdaáætlunar fyrir árin 2016 til 2018.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir fjárhags- og nýframkvæmdaáætlun fyrir árið 2016 fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Jón Orri Guðjónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 270. fundur - 13.11.2015

Lögð fram fjárfestingaráætlun 2016-2019 sem samþykkt var í bæjarráði ásamt minnisblaði dagsettu 12. nóvember 2015 um stöðuna á viðhaldi FA árið 2015.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir framlagða fjárfestingaráætlun fyrir árin 2016-2019.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sat hjá við afgreiðsluna.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar óskar eftir viðbótarfjármagni vegna aukinna ófyrirséðra verkefna í viðhaldi 2015 að fjárhæð 32 milljónir króna frá bæjarráði.
Ingibjörg Ólöf Ísaksen B-lista vék af fundi kl. 09:40.

Bæjarráð - 3487. fundur - 10.12.2015

3. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dagsett 13. nóvember 2015:
Lögð fram fjárfestingaráætlun 2016-2019 sem samþykkt var í bæjarráði ásamt minnisblaði dagsettu 12. nóvember 2015 um stöðuna á viðhaldi FA árið 2015.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir framlagða fjárfestingaráætlun fyrir árin 2016-2019.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sat hjá við afgreiðsluna.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar óskar eftir viðbótarfjármagni vegna aukinna ófyrirséðra verkefna í viðhaldi 2015 að fjárhæð 32 milljónir króna frá bæjarráði.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar fjárfestingaráætlun Fasteigna Akureyrarbæjar fyrir árin 2016-2019 til afgreiðslu bæjarstjórnar með afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Gunnar Gíslason D-lista og og Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu

Bæjarráð samþykkir að vísa ákvörðun um viðbótafjármagn vegna aukinna ófyrirséðra verkefna í viðhaldi 2015 að fjárhæð 32 milljónir króna til gerðar viðauka.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 274. fundur - 05.02.2016

Lögð fram til kynningar fjárfestingaráætlun 2016-2019 sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. desember 2015.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 277. fundur - 08.04.2016

Lagðar fram tillögur að hagræðingum í fjárfestingaráætlun Akureyrarbæjar 2016-2019.