Akureyrarbær - stjórnsýsluúttekt

Málsnúmer 2015080042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3468. fundur - 13.08.2015

Ræddar hugmyndir um úttekt á stjórnsýslu og rekstri Akureyrarbæjar.

Bæjarráð - 3469. fundur - 20.08.2015

Farið yfir fyrirkomulag stjórnsýsluúttektar hjá Akureyrarbæ.

Arnar Jónsson ráðgjafi hjá Capacent mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat einnig fund bæjarráð undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Arnari komuna á fundinn.

Bæjarráð - 3471. fundur - 11.09.2015

Farið yfir stöðu stjórnsýsluúttektar hjá Akureyrarbæ.
Arnar Jónsson ráðgjafi hjá Capacent og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri voru á símafundi með bæjarráði undir þessum lið.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Capacent um stjórnsýsluúttekt í samræmi við verkefnatillögu og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi.