Tónræktin - styrkbeiðni 2015

Málsnúmer 2015050153

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3461. fundur - 04.06.2015

Erindi móttekið 21. maí 2015 frá forsvarsmönnum Tónræktarinnar þar sem óskað er eftir 20.000 króna framlagi á hvern nemanda á önn frá Akureyrarbæ á næsta skólaári.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og afla frekari gagna.

Bæjarráð - 3463. fundur - 18.06.2015

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól bæjarstjóra að ræða við bréfritara og afla frekari gagna á fundi sínum þann 4. júní sl.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir styrk sem nemur 2 mkr. og samþykkir framlagðan viðauka vegna hans.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fram fari vinna við að móta framtíðarsýn vegna fjárframlaga til listnáms.