Breytingar á húsnæði Naustaskóla vegna leikskóladeildar

Málsnúmer 2015040117

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 7. fundur - 20.04.2015

Jónína Hauksdóttir skólastjóri Naustatjarnar mætti til fundar undir þessum lið.
Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðu málsins og skólastjórar Naustaskóla og Naustatjarnar lýstu viðhorfum sínum til málsins.
Fyrir liggur áætlun um kostnað við þær breytingar sem þarf að gera frá Fasteignum Akureyrarbæjar.
Skólanefnd samþykkir erindið og vísar málinu til bæjarráðs.
Sædís Inga Ingimarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna mætti aftur til fundar kl. 15:27.

Bæjarráð - 3457. fundur - 30.04.2015

4. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 20. apríl 2015:

Jónína Hauksdóttir skólastjóri Naustatjarnar mætti til fundar undir þessum lið.

Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðu málsins og skólastjórar Naustaskóla og Naustatjarnar lýstu viðhorfum sínum til málsins.

Fyrir liggur áætlun um kostnað við þær breytingar sem þarf að gera frá Fasteignum Akureyrarbæjar.

Skólanefnd samþykkir erindið og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar hjá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar.