Atvinnumálanefnd - kynjuð fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2015040049

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 4. fundur - 20.05.2015

Rætt um möguleg verkefni atvinnumálanefndar í tengslum við kynjaða fjárhagsáætlanagerð sveitarfélagsins.
Atvinnumálanefnd samþykkir að farið verði í tvö verkefni sem tengjast kynjaðari fjárhagsáætlun. Annars vegar verður skoðuð kynjaskipting eigenda/stofnenda fyrirtækja á Akureyri og hins vegar greina stöðu kynja hvað varðar úthlutanir á viðurkenningum frá atvinnumálanefnd. Atvinnufulltrúa falið að hefja gagnasöfnun og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 10.06.2015

Lagt fram tilboð frá Creditinfo vegna upplýsinga sem atvinnumálanefnd óskaði eftir varðandi lista yfir fyrirtæki á Akureyri og kynjaskiptingu stofnenda/eigenda þeirra. Tilboðið hljóðar upp á kr. 80.165, auk virðisaukaskatts.
Atvinnumálanefnd samþykkir að ganga að tilboði Creditinfo og felur atvinnufulltrúa að ljúka málinu.

Atvinnumálanefnd - 6. fundur - 01.07.2015

Lagðar fram upplýsingar frá Creditinfo um fyrirtæki á Akureyri, flokkuð eftir kyni stofnenda/eigenda fyrirtækja. Skiptingin reyndist vera 70/30 sem er það sama og gengur og gerist á landinu í heild.
Atvinnumálanefnd telur mikilvægt að leita leiða til að fjölga konum í atvinnurekstri í sveitarfélaginu. Atvinnufulltrúa falið að hafa samband við Háskólann á Akureyri um nánari úrvinnslu á verkefninu.

Atvinnumálanefnd - 8. fundur - 02.09.2015

Verkefnastjóri atvinnumála fór yfir stöðu mála í tengslum við kynjaða fjárhagsáætlun.
Verkefnastjóra atvinnumála falið að vinna áfram að málinu í samstarfi við fulltrúa Háskólans á Akureyri.

Atvinnumálanefnd - 14. fundur - 16.12.2015

Lagt var til að kaupa gögn frá Creditinfo varðandi samsetningu atvinnumarkaðarins á Akureyri sem yrðu meðal annars nýtt af meistaranemanda við Háskólann á Akureyri sem ætlar að vinna lokaverkefni sem fjallar um atvinnumarkaðinn á Akureyri út frá kynjasjónarmiðum.
Atvinnumálanefnd samþykkir að gögnin verði keypt og felur verkefnastjóra atvinnumála að ganga frá kaupunum.

Atvinnumálanefnd - 21. fundur - 11.05.2016

Farið var yfir stöðu verkefnis í tengslum við kynjaða fjárhagsáætlun sem skilað verður í haust.