Endurbætur - aðgangsstýringar og lyklakerfi

Málsnúmer 2015020005

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1203. fundur - 04.02.2015

Lagt var fram minnisblað framkvæmdastjóra dagsett 2. febrúar 2015 varðandi endurbætur á aðgangsstýringum og lyklakerfi í Hlíð, Austurbyggð 17.
Félagsmálaráð heimilar fyrir sitt leyti að leitað verði til Fasteigna Akureyrarbæjar með hönnun og kostnaðarútreikninga á fyrrnefndum breytingum á lykla- og aðgangsstýringum núverandi húsnæðis.

Velferðarráð - 1218. fundur - 04.11.2015

Lagt fram minnisblað dagsett 1. nóvember 2015 frá Halldóri Guðmundssyni framkvæmdastjóra ÖA þar sem leitað er staðfestingar/samþykkis fyrir uppsetningu á rafrænum aðgangsstýringum á um 120 hurðum í Hlíð.
Mál þetta var áður til afgreiðslu í velferðarráði (félagsmálaráði) þann 6. febrúar 2015, þar sem heimilað var að leita til Fasteigna Akureyrarbæjar með fyrrgreindar breytingar.

Velferðarráð frestar ákvörðun til næsta fundar.

Velferðarráð - 1219. fundur - 18.11.2015

Frestað frá síðasta fundi og tekið fyrir að nýju minnisblað dagsett 1. nóvember 2015 frá framkvæmdastjóra ÖA Halldóri Guðmundssyni þar sem leitað var eftir samþykkt fyrir uppsetningu á rafrænum aðgangsstýringum á um 120 hurðum í Hlíð.
Mál þetta var áður til afgreiðslu í velferðarráði (félagsmálaráði) þann 6. febrúar 2015, þar sem heimilað var að leita til Fasteigna Akureyrarbæjar með fyrrgreindar breytingar.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að ráðist verði í umræddar endurbætur á aðgangskerfi og lyklakerfi í Hlíð.