Númerslausir bílar

Málsnúmer 2014110250

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 194. fundur - 14.01.2015

Bæjarráð, á fundi sínum þann 4. desember 2014, vísaði eftirfarandi til skipulagsdeildar:


3. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa:

Jón Einar Jóhannsson bendir á númerslausa bíla á einkalóðum og bílastæðum.

Taldi 42 númerslausa bíla á Oddeyrinni. Leggur til að endurskoðaðar verði reglur varðandi númerslausa bíla inni á lóðum og stæðum við íbúðarhús.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur formanni nefndarinnar og skipulagsstjóra að finna málinu farveg.

Skipulagsnefnd - 199. fundur - 11.03.2015

Tekið fyrir að nýju 3. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsettri 1. desember 2014 þar sem Jón Einar Jóhannsson bendir á mikinn fjölda númerslausa bíla m.a. á Oddeyri á einkalóðum og bílastæðum.

Hann leggur til að endurskoðaðar verði reglur varðandi númerslausa bíla inni á lóðum og stæðum við íbúðarhús.

Á fundinn mætti Alfreð Schiöth heilbrigðisfulltrúi Norðurlands eystra.
Skipulagsnefnd óskar eftir áliti bæjarlögmanns á beitingu úrræða til að sporna við umfangi númerslausra bifreiða og tækja í sveitarfélaginu. Einnig óskar skipulagsnefnd eftir afstöðu framkvæmdaráðs varðandi aðkomu að verkefninu og hugsanlegan fjárstuðning.