Skipulagsnefnd

194. fundur 14. janúar 2015 kl. 08:00 - 10:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Naustahverfi 1. áfangi - umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna Ásatúns 40-48

Málsnúmer 2014100070Vakta málsnúmer

Skipulagstillagan var auglýst frá 26. nóvember 2014 með athugasemdafresti til 7. janúar 2015. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Tvær umsagnir bárust:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 17. desember 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.

2) Norðurorku, dagsett 19. desember 2014.

Engar athugasemdir eru gerðar.

Tvær athugasemdir bárust.

1) Ólafur Kjartansson, dagsett 12. desember 2014.

Óskað er eftir að með þessari deiliskipulagsbreytingu verði gerð breyting á stígum í nágrenninu þannig að norðurenda stígs, sem liggur meðfram lóðinni að austan, verði hliðrað til vesturs. Tilgangurinn er að bæta samgöngur milli Naustahverfis og Syðri-Brekku með því að láta stíga hverfisins standast á, minnka hæðarbreytingar og stytta meginleiðina.

2) Jóhannes Árnason, dagsett 7. janúar 2015.

Lagt er til að útfæra göngustíginn við austurhorn lóðar Ásatúns 40-48 þannig að umferð gangandi og hjólandi verði greiðari með því að gera beygjur aflíðandi.
Umsagnirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

Svör við athugasemdum:

1) Stígarnir í nágrenninu sem um ræðir eru utan marka skipulagsbreytingarinnar. Stígurinn austan lóðarinnar liggur að stíg sem liggur bæði í norður og suður þannig að með færslu hans til norðurs myndi tenging til suðurs versna.

Sjá þó svar við athugasemd 2).

2) Stígarnir í nágrenninu sem um ræðir eru utan marka skipulagsbreytingarinnar. Skipulagsnefnd beinir því þó til framkvæmdadeildar að tengja stígana saman með meira aflíðandi beygjum. Bent er á að núverandi afstaða stíganna miðast við fyrirhugaða göngubrú skv. deiliskipulagi.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

2.Naustahverfi 1. áfangi - umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna Ásatúns 28-32

Málsnúmer 2014100086Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna fjölgunar íbúða var grenndarkynnt frá 19. nóvember til 17. desember 2014. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

3.Krossaneshagi A-áfangi - breyting á deiliskipulagi Njarðarness 3-7

Málsnúmer 2014100034Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar byggingarreits á lóðinni Njarðarnes 3-7 var grenndarkynnt frá 19. nóvember til 17. desember 2014.

Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

4.Hörgársveit, aðalskipulagstillaga 2012-2024 - ósk um umsögn

Málsnúmer 2013020088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. desember 2014 frá Guðmundi Sigvaldasyni þar sem hann f.h. Hörgársveitar óskar eftir umsögn um tillögu að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024.
Skipulagsnefnd felur formanni nefndarinnar og skipulagsstjóra að ganga frá umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

5.Naustahverfi 1. áfangi - breyting á deiliskipulagi Kjarnagötu 41-43 vegna fjölgunar íbúða

Málsnúmer 2015010111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. janúar 2015 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um breytingar á deiliskipulagi við Kjarnagötu 41-43. Um er að ræða fjölgun íbúða á lóðinni og stækkun á byggingarreit 5 hæða hluta hússins til austurs. Meðfylgjandi er skýringarteikning eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að taka saman upplýsingar um íbúðasamsetningu í hverfinu.

6.Tjaldsvæðisreitur við Þórunnarstræti - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Þingvallastrætis 23

Málsnúmer 2015010118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. janúar 2015 frá Þórhalli Erni Hinrikssyni og Helen Ólafsdóttur þar sem þau f.h. SRE I slhf., kt. 620911-0890, óska eftir að fá að gera deiliskipulagsbreytingu á lóðinni nr. 23 við Þingvallastræti samkvæmt meðfylgjandi tillögu. Um er að ræða stækkun á byggingarreit vegna stækkunar á matsal.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

7.Álfabyggð 4 - fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer 2014100348Vakta málsnúmer

Fyrirspurn um viðbyggingu var grenndarkynnt frá 17. nóvember til 15. desember 2014.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

8.Hamarstígur 36 - umsókn um breytingar innan húss og utan

Málsnúmer 2014120138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. desember 2014 þar sem Benedikt Björnsson f.h. Þorgerðar Sævarsdóttur sækir um breytingar innan- og utanhúss við Hamarstíg 36 m.a. setja kvist á húsið. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Benedikt Björnsson.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Réttarhvammur 4 - umsókn um byggingarlóð

Málsnúmer 2014120090Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. desember 2014 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um lóð nr. 4 við Réttarhvamm vegna stækkunar á gámasvæði. Meðfylgjandi er loftmynd sem sýnir skipulag áætlaðra framkvæmda.

Jón Birgir kom á fundinn og gerði grein fyrir umsókninni.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjanda lóðina til stækkunar og nýtingar með gámasvæðinu Réttarhvammi 2. Almennir byggingaskilmálar og skilmálar skipulags gilda.

Skipulagsnefnd felur skipulagsdeild að kanna forsendur fyrir deiliskipulagi svæðisins.

10.Norðurgata 5 - 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2014120045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2014 þar sem Gunnar Jónsson sækir um lóð nr. 5 - 7 við Norðurgötu með ósk um breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd fagnar áhuga umsækjanda en umbeðin lóð er ekki laus til úthlutunar þar sem nú er hafin endurskoðun á deiliskipulagi Oddeyrarinnar. Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við beiðni um úthlutun lóðarinnar en vísar ábendingum bréfritara um nýtingu lóðarinnar til endurskoðunar skipulagsins.

11.Númerslausir bílar

Málsnúmer 2014110250Vakta málsnúmer

Bæjarráð, á fundi sínum þann 4. desember 2014, vísaði eftirfarandi til skipulagsdeildar:


3. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa:

Jón Einar Jóhannsson bendir á númerslausa bíla á einkalóðum og bílastæðum.

Taldi 42 númerslausa bíla á Oddeyrinni. Leggur til að endurskoðaðar verði reglur varðandi númerslausa bíla inni á lóðum og stæðum við íbúðarhús.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur formanni nefndarinnar og skipulagsstjóra að finna málinu farveg.

12.Valagil - stígur um Valagil, Vesturgil og Vættagil að Réttarhvammi

Málsnúmer 2014110009Vakta málsnúmer

Bæjarráð, á fundi sínum þann 4. desember 2014, vísaði eftirfarandi til skipulagsdeildar:


2. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa:

Karl Matthías Valtýsson bendir á að huga þurfi að nýjum göngustíg frá Valagili að Hlíðarfjallsvegi eða Hlíðarbraut vegna fyrirhugaðrar lokunar að lóð fyrirtækja við Réttarhvamm.
Skipulagsnefnd þakkar ábendinguna en bendir á að á lóðunum nr. 1 og 3 við Réttarhvamm eru engar kvaðir um gönguleiðir og í skipulagi er ekki gert ráð fyrir neinum stíg milli Valagils og Réttarhvamms eða Hlíðarfjallsvegar. Einungis er þar um að ræða gamlan slóða. Á deiliskipulagi Giljahverfis er gert ráð fyrir gönguleið úr syðri enda Valagils, sunnan við og gegn um Giljahverfi, niður að Hlíðarbraut.

Svæðið milli Réttarhvamms og Rangárvalla hefur ekki verið deiliskipulagt en skipulagsnefnd leggur til að tenging milli Giljahverfis og Hlíðarfjallsvegar verði skoðuð í deiliskipulagsvinnu svæðisins.

13.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 11. desember 2014. Lögð var fram fundargerð 521. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

14.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 18. desember 2014. Lögð var fram fundargerð 522. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

15.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 8. janúar 2015. Lögð var fram fundargerð 523. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.