Félag tónlistarskólakennara - ályktanir vegna funda haust 2014

Málsnúmer 2014100089

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 20. fundur - 27.10.2014

Lagðar voru fram til kynningar ályktanir og upplýsingar vegna yfirstandandi verkfalls Félags tónlistarskólakennara.

Skólanefnd Akureyrarbæjar leggur til að greiðsluseðlar vegna tónlistarnáms í Tónlistarskóla Akureyrar fyrir nóvember mánuð verði ekki sendir út, vegna yfirstandandi verkfalls tónlistarkennara.

Skólanefnd vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3436. fundur - 06.11.2014

4. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 27. október 2014:
Lagðar voru fram til kynningar ályktanir og upplýsingar vegna yfirstandandi verkfalls Félags tónlistarskólakennara.
Skólanefnd Akureyrarbæjar leggur til að greiðsluseðlar vegna tónlistarnáms í Tónlistarskóla Akureyrar fyrir nóvember mánuð verði ekki sendir út, vegna yfirstandandi verkfalls tónlistarkennara.
Skólanefnd vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð telur ekki forsendur til að samþykkja tillögu skólanefndar á þessu stigi.

Bæjarráð - 3441. fundur - 11.12.2014

Rætt um innheimtu skólagjalda vegna verkfalls tónlistarskólakennara.

Bæjarráð samþykkir að fella niður innheimtu skólagjalda sem koma til greiðslu í janúar 2015 hjá þeim er urðu fyrir skerðingu á kennslu vegna verkfalls tónlistarskólakennara.