Listasumar 2015

Málsnúmer 2014080143

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 170. fundur - 28.08.2014

Hlynur Hallsson forstöðumaður Sjónlistamiðstöðvarinnar sat fund stjórnar Akureyrarstofu undir þessum lið og lagði fram áætlun um endurvakningu Listasumars.

Það virðist vera almennur áhugi fyrir því að endurvekja Listasumar. Það stuðlar að því að gera bæinn litríkari og skemmtilegri. Listasumar er bæði ætlað heimamönnum og ferðamönnum, innlendum sem erlendum. Það sinnir jafnt ungum sem öldnum.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir greinargóða kynningu.

Stjórn Akureyrarstofu - 181. fundur - 12.02.2015

Listasumar verður endurvakið sumarið 2015. Rekstur Listasumars verður aðskilinn frá rekstri annarra stofnana. Stjórn Akureyrarstofu þarf að tilnefna umsjónarmann Listasumars 2015.
Stjórn Akureyrarstofu felur safnstjóra Listasafnsins á Akureyri að sjá um framkvæmd Listasumars á Akureyri og ráða umsjónarmann til verkefnisins.

Stjórn Akureyrarstofu - 197. fundur - 15.10.2015

Lögð fram greinargerð um framkvæmd og rekstur Listasumars 2015. Guðrún Þórsdóttir verkefnisstjóri hátíðarinnar mætti á fundinn og Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri tók þátt í umræðum í gegnum Skype.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Guðrúnu og Hlyni fyrir greinargóðar upplýsingar og gagnlega umræðu. Jafnframt óskar stjórnin þeim og öðrum aðstandendum til hamingju með endurvakið Listasumar á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu - 200. fundur - 10.12.2015

Rætt um fyrirkomulag og verkefnisstjórnun Listasumars 2016.