Atvinnuátaksverkefni fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í samvinnu við Vinnumálastofnun sumarið 2014

Málsnúmer 2014040157

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3411. fundur - 28.04.2014

Lagt fram erindi frá Vinnumálastofnun dags. 22. apríl 2014 þar sem kynnt er átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur Höllu Margréti Tryggvadóttur starfsmannastjóra að óska eftir þátttöku fyrir hönd Akureyrarbæjar í verkefninu.