Skólanefnd

19. fundur 02. desember 2013 kl. 14:00 - 16:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Áslaug Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Jón Aðalsteinn Brynjólfsson fulltrúi grunnskólakennara
  • Sædís Inga Ingimarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Kristlaug Þ Svavarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Hildur Elínar Sigurðardóttir fulltrúi leikskólakennara
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Gunnar Gíslason fræðslustjóri
Dagskrá

1.Sameining leikskóla - Pálmholt/Flúðir (Pálmholt) og Holtakot/Síðusel (Hulduheimar)

Málsnúmer 2012050019Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu leikskólastjórar leikskólanna Pálmholts og Hulduheima. Þær kynntu skýrslur sem teknar hafa verið saman um sameiningarferlið í þessum leikskólum.

Skólanefnd þakkar Ernu Rós Ingvarsdóttur leikskólastjóra í Pálmholti og Snjólaugu Pálsdóttur leikskólastjóra í Hulduheimum fyrir framlag þeirra til sameiningar leikskólanna og fyrir kynninguna.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2013080061Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2014 til seinni umræðu í skólanefnd. Tillagan gerir ráð fyrir því að rekstur ársins rúmist innan útgefins ramma. Í tillögunni felst að gjaldskrár hækki um 6% frá næstu áramótum og að þjónustustig skólanna verði með sambærilegum hætti og verið hefur undangengin ár.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti.

3.Ósk um styrk fyrir marimbasveit Giljaskóla

Málsnúmer 2013110278Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. nóvember 2013 frá Gesti Guðrúnarsyni f.h. foreldrafélags marimbasveitar Giljaskóla og Ástu Magnúsdóttur f.h. Giljaskóla. Óskað er eftir styrk frá skólanefnd vegna námsferðar marimbasveitarinnar til Malmö í Svíþjóð dagana 30. apríl - 5. maí 2014. Fram kemur að heildarkostnaður er áætlaður 120.000 kr. á mann, en hópurinn sem fer samanstendur af 13 nemendum, kennara og fararstjóra.

Skólanefnd getur ekki orðið við erindinu.

4.Húni II - ábending varðandi nám fyrir 6. bekkinga

Málsnúmer 2013100264Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 1. nóvember 2013 sem bæjarráð vísar til skólanefndar.
Elís Pétur Sigurðsson Smárahlíð 16, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Búinn að vera á Húna II frá því að báturinn fór að sigla hér með ferðamenn og skólabörn. Húnamenn hafa verið að taka 6. bekkinga grunnskóla í nám með styrk frá bænum. Vill að þetta starf verði eflt og að saga útgerðarmanna verði sýnd í bátnum. Mikið fuglalíf á Pollinum og börnin þekkja enga fugla eða fjölda nafna sem margir fuglar bera. Vill aukið samstarf við skólana um þessa dagskrá.

 

5.Samtökin ´78 - jafningjafræðsla

Málsnúmer 2013110074Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 1. nóvember 2013 frá Samtökunum ´78. Þar kemur fram að Samtökin ´78 hafa í nokkur ár veitt fræðslu til nemenda í skólum landsins. Fræðslustarfið felur í sér að fræða og upplýsa nemendur, kennara og annað starfsfólk grunnskólanna/framhaldsskólanna um það hvað það er að vera hinsegin (m.a. samkynhneigð/ur, tvíkynhneigð/ur, trans*) og hvernig beri að taka á umræðu um hinsegin fólk.
Boðið er upp á jafningjafræðslu gegn vægu gjaldi til að standa undir kostnaði þar sem félagar Samtakanna ´78 heimsækja bekkjardeildir, halda fyrirlestur, leiða umræður og svara spurningum. Ef viðkomandi sveitarfélag er með þjónustusamning við Samtökin ´78 þá er fræðslan sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Lögð er áhersla á að fundirnir séu líflegir og fræðandi í senn. Einnig er boðið upp á fræðslufyrirlestra fyrir kennara og annað starfsfólk skóla.
Samtökin ´78 hvetja alla til að sýna málefnum hinsegin fólks um heim allan stuðning með því að flagga regnbogafána föstudaginn 17. maí 2014.

 

6.Könnun á framkvæmd reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum

Málsnúmer 2013110054Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 5. nóvember 2013 frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar kemur fram að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur falið Capacent ehf að gera könnun meðal skólastjóra grunnskóla um framkvæmd reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum.

 

Fundi slitið - kl. 16:30.