Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 537. mál

Málsnúmer 2013020250

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3354. fundur - 28.02.2013

Erindi dags. 20. febrúar 2013 frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur f.h. stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 537. mál 2013. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. febrúar nk. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/141/s/0907.html

Bæjarráð tekur jákvætt í frumvarpið en gerir athugasemdir við kynningu þess og tímafrest til að gera athugasemdir við frumvarpið.

Bæjarráð leggur áherslu á að ríkisvaldið taki á sig allan kostnað vegna frekari kynningar á málinu.

Bæjarlögmanni falið að svara erindinu.