Bæjarstjórn

3337. fundur 09. apríl 2013 kl. 16:00 - 19:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Helgi Vilberg Hermannsson
Starfsmenn
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
 • Hlín Bolladóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Logi Már Einarsson
 • Ólafur Jónsson
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Tryggva Þórs Gunnarssonar og Helgi Vilberg Hermannsson A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið "Alþingiskosningar 2013 - kjörskrá" og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Alþingiskosningar 2013 - kjörskrá

Málsnúmer 2013030028Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarráði veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Alþingiskosningar 2013 - undirkjörstjórnir

Málsnúmer 2013030028Vakta málsnúmer

Lagður fram listi með nöfnum þrjátíu og sex aðalmanna og þrjátíu og sex varamanna í undirkjörstjórnir vegna alþingiskosninganna 27. apríl nk.
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa á lýsti forseti þetta fólk réttkjörið sem aðal- og varamenn í undirkjörstjórnir.

3.Hverfisnefndir - samþykkt - endurskoðun 2013

Málsnúmer 2013020286Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjaráðs dags. 7. mars 2013:
Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir hverfisnefndir.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða samþykkt fyrir hverfisnefndir með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar - samþykkt - endurskoðun 2013

Málsnúmer 2013020287Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 7. mars 2013:
Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir hverfisráðin í Hrísey og Grímsey.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða samþykkt fyrir hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut/Súluveg - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012110148Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 20. mars 2013:
Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags var auglýst í Dagskránni 13. febrúar 2013 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Þrjár umsagnir bárust:
1) Norðurorka, dags. 12. febrúar 2013.
2) Skipulagsstofnun, dags. 21. febrúar 2013.
3) Umhverfisnefnd, dags. 12. febrúar 2013 sem ekki gerði athugasemdir við lýsinguna.
Athugasemdum úr 1. og 2. lið var vísað til úrvinnslu aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulagsins.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg dags. 20. mars 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum gegn atkvæði Loga Más Einarssonar S-lista.

6.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting á reiðleiðum ofl. - skipulagslýsing

Málsnúmer SN080052Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 20. mars 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu fyrir breytingu á reiðleiðum ofl., dags. 20. mars 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulagsnefnd samþykkir að bæta eftirfarandi texta við b-lið 3. kafla: "Markmiðið er einnig að tryggja varðveislu ósnortinnar strandlengju innan marka sveitarfélagsins."
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin þannig breytt verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, íbúðasvæði vestan Kjarnagötu - skipulagslýsing

Málsnúmer 2013030090Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 20. mars 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu dags. 20. mars 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, vegna breytingar á hluta opins svæðis til sérstakra nota, 3.2.7 O, sem verði tekið undir íbúðarbyggð.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Edward H. Huijbens fulltrúi V-lista og Sigurður Guðmundsson fulltrúi A-lista mótmæla fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi þar sem þeir telja forgangsröðun framkvæmda ekki ásættanlega og að með þessu náist ekki markmið um þéttingu byggðar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 5 atkvæðum gegn atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Helga Vilberg Hermannssonar A-lista og Ólafs Jónssonar D-lista.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Logi Már Einarsson S-lista og Halla Björk Reynisdóttir L-lista sátu hjá við afgreiðslu.

8.Hesthúsahverfið í Breiðholti, deiliskipulagsbreyting vegna metanhreinsistöðvar

Málsnúmer 2013030087Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 20. mars 2013:
Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar frá 31. október 2012 lagði skipulagsstjóri fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á hitaveitutankslóð Norðurorku við Súluveg vegna metanhreinsistöðvar.
Einungis er um að ræða breytingu á byggingarreit vegna staðsetningar tveggja gáma innan hitaveitutankslóðar Norðurorku við Súluveg vegna hreinsunar á metangasi og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Deiliskipulag hafnarsvæða sunnan Glerár, suðurhluti - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012121161Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 20. mars 2013:
Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar frá 16. janúar 2013 lagði Jónas V. Karlesson f.h. Bústólpa ehf fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á byggingarreit innan lóðar Bústólpa á Oddeyrartanga, svæði 19.5.
Tillagan er dags. 18. mars 2013 og unnin af Verkís ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

10.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2012 - fyrri umræða

Málsnúmer 2012110180Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 4. apríl 2013:
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2012.
Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte ehf mættu á fundinn undir þessum lið og skýrðu ársreikninginn.
Einnig sat Karl Guðmundsson verkefnastjóri hjá hagþjónustu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

11.Akureyrarbær - staða í alþjóðlegu samstarfi í öryggis- og björgunarmálum á norðurslóðum

Málsnúmer 2013030114Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Ólafur Jónsson D-lista óskaði eftir að tekin yrði til umræðu staða Akureyrarbæjar í alþjóðlegu samstarfi í öryggis- og björgunarmálum á norðurslóðum.

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar fagnar þeim árangri sem Landhelgisgæslan hefur náð við að efla samstarf við björgunaraðila hér við norðanvert Atlantshaf. Bæjarstjórn metur mikils góðan hug vinaþjóða í þessum efnum og býður þessar vinaþjóðir velkomnar með sín varðskip áfram sem hingað til, til Akureyrar og fagnar jafnframt áformum um að styrkja enn frekar þetta björgunarsamstarf.

Tillagan var borin upp, Ólafur Jónsson D-lista og Helgi Vilberg Hermannsson A-lista greiddu atkvæði með tillögunni, en atkvæði á móti greiddu Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Silja Dögg Baldursdóttir L-lista.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Oddur Helgi Halldórsson L-lista, Inda Björk Gunnarsdóttir, Hlín Bolladóttir L-lista, Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Ólafur Jónsson D-lista lagði þá fram eftirfarandi bókun:

Ég fagna þeim árangri sem Landhelgisgæslan hefur náð við að efla samstarf við björgunaraðila hér við norðanvert Atlantshaf. Ég met mikils góðan hug vinaþjóða í þessum efnum og býð þessar vinaþjóðir velkomnar með sín varðskip áfram sem hingað til, til Akureyrar og fagna jafnframt áformum um að styrkja enn frekar þetta björgunarsamstarf.

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 6., 13. og 20. mars og 3. apríl 2013
Bæjarráð 7., 12., 14., 21. og 26. mars og 4. apríl 2013
Félagsmálaráð 13. mars 2013
Framkvæmdaráð 22. mars 2013
Fræðslunefnd 2. apríl 2013
Íþróttaráð 7. og 21. mars 2013
Kjarasamninganefnd 28. febrúar og 22. mars 2013
Samfélags- og mannréttindaráð 6. og 20. mars 2013
Skipulagsnefnd 20. mars 2013
Skólanefnd 4. og 18. mars 2013
Stjórn Akureyrarstofu 7. og 14. mars 2013
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 22. mars og 5. apríl 2013
Umhverfisnefnd 12. mars 2013

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 19:05.