Skipagata 9 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2012120032

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 424. fundur - 06.12.2012

Erindi dagsett 5. desember 2012 þar sem Hildur Pétursdóttir f.h. Sjóklæðagerðarinnar 66° Norður, kt. 550667-0299, sækir um leyfi fyrir þjónustuskiltum utan á húsið Skipagötu 9.
Meðfylgjandi eru teikningar.

Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem samþykki meðeigenda hússins liggur ekki fyrir. Einnig skal bent á að heildarflötur skilta á húsinu má vera allt að 15m² sbr. ,,Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar".

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 430. fundur - 29.01.2013

Erindi dagsett 5. desember 2012 þar sem Hildur Pétursdóttir f.h. 66° norður, Sjóklæðagerðarinnar, kt. 550667-0299, sækir um leyfi fyrir allt að 15 fermetra skiltum/auglýsingum utan á Skipagötu 9. Innkomnar teikningar 23. janúar 2013 og skilyrt samþykki meðeigenda hússins.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 471. fundur - 27.11.2013

Erindi dagsett 26. nóvember 2013 frá Selmu Unnsteinsdóttur f.h. Bréfbæjar ehf., þar sem hún óskar eftir breytingum á áður samþykktum skiltum Sjóklæðagerðarinnar í Skipagötu 9 skv. meðfylgjandi teikningum. Einnig er sótt um heimild fyrir skiltum allt að 15 fermetrum alls á húsinu.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.