Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

471. fundur 27. nóvember 2013 kl. 13:00 - 14:15 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Hofsbót 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir loftræsingu

Málsnúmer 2013110199Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. nóvember 2013 þar sem Adam Traustason f.h. VN fasteigna ehf., kt. 611107-0480, sækir um byggingarleyfi fyrir loftræsingu á 4. hæð á húsi nr. 4 við Hofsbót. Meðfylgjandi er yfirlýsing um samþykki meðeigenda og teikningar eftir Berg Steingrímsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Hólabraut 16 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2013080246Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. október 2013 þar sem Jónas V. Karlesson f.h. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, kt. 410169-4369, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum vegna viðbyggingar við Hólabraut 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Karl-Erik Rocksén.
Innkomnar teikningar 25. nóvember 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Langholt 10 - byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2012020191Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. nóvember 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Magnúsar Snædal, kt. 161163-4499, sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við hús nr. 10 við Langholt. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Hafnarstræti 91 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 3. og 4. hæð.

Málsnúmer 2013100295Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. október 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Reita fasteignafélags hf., kt. 711208-0700, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi á 3. - 4. hæð í húsi nr. 91 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 26. nóvember 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Ósvör 2a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013010280Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. nóvember 2013 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Arctic travel ehf., kt. 440713-0330, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum og leyfi fyrir kaffihúsi í húsi nr. 2A við Ósvör. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar teikningar 26. nóvember 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Langahlíð 7a - umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á innra skipulagi

Málsnúmer 2012070087Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. nóvember 2013 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Jóns Kristjáns Kristjánssonar, kt. 031050-2279, leggur inn reyndarteikningar og óskar eftir leyfi fyrir smávægilegum breytingum á áður samþykktum teikningum af Lönguhlíð 7a. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar teikningar 26. nóvember 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Skipagata 9 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2012120032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. nóvember 2013 frá Selmu Unnsteinsdóttur f.h. Bréfbæjar ehf., þar sem hún óskar eftir breytingum á áður samþykktum skiltum Sjóklæðagerðarinnar í Skipagötu 9 skv. meðfylgjandi teikningum. Einnig er sótt um heimild fyrir skiltum allt að 15 fermetrum alls á húsinu.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:15.