Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

424. fundur 06. desember 2012 kl. 13:10 - 15:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
  • Ólafur Jakobsson
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson
Dagskrá

1.Langahlíð 7a - umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu og breytingum

Málsnúmer 2012070087Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. júlí 2012 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Jóns Kristjáns Kristjánssonar sækir um leyfi til að byggja bílskúr við Lönguhlíð 7a. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Rögnvald Harðarson. Innkominn gátlisti 30. ágúst 2012, skráningartafla 10. september 2012 og teikningar 19. nóvember 2012.
Sótt er um undanþágu frá gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangur og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Aðalstræti 40 - framkvæmdir án leyfis

Málsnúmer 2012100140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. desember 2012 þar sem Sigurður Sveinn Sigurðson f.h. Sigurðar Jónssonar sækir um að gera breytingar á húsi nr. 40 við Aðalstræti.

Skipulagsstjóri frestar erindinu og fer fram á að sótt verði um byggingarleyfi vegna breytinga sem gerðar hafa verið og að skilað verði inn aðaluppdráttum af húsinu.

3.Skipagata 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012120009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. nóvember 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hymis ehf., kt. 621292-3589, sækir um leyfi fyrir auglýsingu á gaflvegg Skipagötu 12.
Meðfylgjandi er bréf og ljósmynd.

Skipulagsstjóri hafnar erindinu með vísun í ,,Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar" þar sem um auglýsingaskilti er að ræða. Bent er á að heimilt er að setja upp þjónustuskilti á húsið með heildarskiltafleti allt að 8m².

4.Hríseyjargata 7 - umsókn um leyfi vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2012110147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Lúðvíks Jónssonar sækir um leyfi vegna viðbyggingar við íbúðarhús á lóð nr. 7 við Hríseyjargötu. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Einnig er sótt um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h. Varðandi hönnun umferðaleiða innan bygginga.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
4. Gr. 12.2.1. - 13.3.3. Varðandi útreikninga heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks u-gilda byggingarhluta.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Sómatún 19-27 (áður 23-31) - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012050053Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Hlaða byggingarfélags ehf., kt. 540104-2390, sækir um leyfi fyrir breytingu á áður samþykktum teikningum fyrir lóð nr. 19-27 við Sómatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Brekatún 2 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN060274Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. október 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af Brekatúni 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar nýjar teikningar 4. desember 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Frostagata 2b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012110122Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2012 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Trésmiðju Ásgríms Magnússonar ehf, kt. 410604-3881, sækir um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 2b við Frostagötu. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomið samþykki 27. nóvember 2012 frá vinnueftirlitinu.
Innkomnar nýjar teikningar 5. desember 2012.
Einnig er sótt um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liðir c og g. 2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. GR. 6.4.4. Gangar og anddyri.
4. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
5. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
6. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
7. Gr. 13.3.2 Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Lögbergsgata 7 - reyndarteikningar

Málsnúmer 2011110105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. nóvember 2011 þar sem Guðmundur Víðir Gunnlaugsson og Margrét Þorsteinsdóttir óska eftir byggingarleyfi til breytinga á þaki og innréttinu á sólstofu við hús þeirra að Lögbergsgötu 7. Innkomnar nýjar teikningar 26. nóvember 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Skipagata 9 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2012110185Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. nóvember 2012 þar sem Helgi Óskarsson f.h. Sjóklæðagerðarinnar 66°Norður, kt. 550667-0299, óskar eftir leyfi vegna breytinga innanhúss á lóð nr. 9 við Skipagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Hafsteinsson.
Innkomnar nýjar teikningar 4. desember 2012.

Skipulagsstjóri frestar erindinu með vísun í athugasemdir á fylgiblaði.

10.Skipagata 9 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2012120032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. desember 2012 þar sem Hildur Pétursdóttir f.h. Sjóklæðagerðarinnar 66° Norður, kt. 550667-0299, sækir um leyfi fyrir þjónustuskiltum utan á húsið Skipagötu 9.
Meðfylgjandi eru teikningar.

Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem samþykki meðeigenda hússins liggur ekki fyrir. Einnig skal bent á að heildarflötur skilta á húsinu má vera allt að 15m² sbr. ,,Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar".

11.Langholt 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir spennistöð

Málsnúmer 2011090043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. nóvember 2012 þar sem Gunnar Gunnarsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á spennistöð að Langholti 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

12.Ljómatún 3 - 101 - garðskúrar án leyfis

Málsnúmer 2012090241Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 28. nóvember 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Kristjáns Þ. Kristjánssonar sækir um leyfi til að stækka verönd, setja upp skjólvegg, saunaklefa og geymsluskúr á lóð sinni við Ljómatún 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson og samþykki meðeiganda.

Skipulagsstjóri samþykkir stækkun á verönd, uppsetningu á skjólvegg á lóðarmörkum að Pílutúni 2 og skjólvegg allt á 1,8m á hæð að gangstétt. Leyfi fyrir saunahúsi er hafnað þar sem staðsetning þess er utan byggingarreits og því ekki í samræmi við deiliskipulag.

Bent skal á að gera þarf breytingu á eignaskiptayfirlýsingu vegna sérafnotahluta á lóð.

13.Ásatún 20-26 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012110114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. nóvember 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. húsbygginga, kt. 490398-2529, sækir um byggingarleyfi á lóð nr. 20-26 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Innkomnar teikningar 3. desember 2012.
Sótt er um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangur og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 6.12.6. Sorpgeymslur og sorpflokkun.
7. Gr. 8.5.2. Gler.
8. Gr. 9.5.5. Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
9. Gr. 11.1.2. Hljóðvist - kröfur.
10. Gr. 13.2.1-13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 15:20.