Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - óskað eftir tilnefningu í ráðgjafaráð

Málsnúmer 2012100089

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3336. fundur - 18.10.2012

Erindi dags. 10. október 2012 frá Páli Guðjónssyni, framkvæmdastjóra og Ragnhildi Ágústsdóttur, ráðgjafa Expectus f.h. samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kemur að samtökin hafi ákveðið að ráðast í gerð sameiginlegrar sóknaráætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið. Sóknaráætlunin mun m.a. ná yfir svæðisskipulag, atvinnumál og þjónustu. Verkefnið er hluti af stefnumörkuninni Ísland 2020 og er liður í þeirri stefnu stjórnvalda að færa forgangsröðun verkefna á hverju svæði fyrir sig yfir á vettvang sveitarstjórna, fulltrúa atvinnulífsins og stofnana. Markmið verkefnisins er að skilgreina stöðu, styrkleika og sóknarfæri á höfuðborgarsvæðinu og hvernig sveitarfélög geta stuðlað að aukinni samkeppnishæfni og uppbyggingu. Til að vera sveitarfélögum til ráðuneytis um þessi mál verður skipað ráðgjafaráð. Óskað er eftir tilnefningu á einum karli og einni konu í ráðgjafaráðið.

Bæjarráð tilnefnir Höllu Björk Reynisdóttur og Geir Kristin Aðalsteinsson í ráðgjafaráðið.