Barmahlíð 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012100046

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 416. fundur - 10.10.2012

Erindi dagsett 5. október 2012 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630 sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 8 við Barmahlíð. Þar stóð áður hús sem brann. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Rögnvald Harðarson ásamt tilkynningu um hönnunarstjóra.

Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem byggingin uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 418. fundur - 24.10.2012

Erindi dagsett 5. október 2012 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 8 við Barmahlíð. Þar stóð áður hús sem brann. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Rögnvald Harðarson ásamt tilkynningu um hönnunarstjóra. Innkomnar nýjar teikningar 16. október 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 420. fundur - 07.11.2012

Erindi dagsett 5. október 2012 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu við lóð nr. 8 við Barmahlíð. Þar stóð áður hús sem brann. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Rögnvald Harðarson ásamt tilkynningu um hönnunarstjóra. Hönnunarstjóri verksins er Rögnvaldur Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 31. október 2012.
Einnig er sótt um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangur og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 443. fundur - 15.05.2013

Innkomnar teikningar 14. maí 2013 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum fyrir nýbyggingu á lóð nr. 8 við Barmahlíð.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 552. fundur - 14.08.2015

Erindi dagsett 28. júlí 2015 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Braga Óskarssonar sækir um leyfi fyrir breytingum á klæðningu utan á húsinu Barmahlíð 8 úr múrhúð í plastplötuklæðningu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.