Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

552. fundur 14. ágúst 2015 kl. 15:50 - 16:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson
Dagskrá

1.Óseyri 2a - umsókn um stöðuleyfi fyrir sumarhús

Málsnúmer 2014080022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. ágúst 2015 þar sem Björn Böðvarsson sækir um framlengingu um eitt ár á tímabundnu stöðuleyfi fyrir sumarhús á lóðinni Óseyri 2a. Húsið verður flutt á endanlega staðsetningu haustið 2016, í annað sveitarfélag. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

2.Álfabyggð 4 - umsókn um viðbyggingu

Málsnúmer 2015010244Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júlí 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Reglu Karmelsystra af hinu guðlega hjarta Jesú, kt. 410601-3380, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af viðbyggingu við Álfabyggð 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 4. ágúst 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

3.Norðurgata 19 - umsókn um úrtöku úr kantsteini

Málsnúmer 2015080015Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. ágúst 2015 þar sem Helga Ösp Jónsdóttir sækir um stækkun á bílastæði við hús nr. 19 við Norðurgötu með aðkomu frá Eiðsvallagötu og úrtöku úr kantsteini.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar erindinu þar sem samþykki meðeiganda vantar.

4.Hafnarstræti 30 og 32 - garðhús

Málsnúmer 2015080027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. ágúst 2015 þar sem Einar Gylfason sækir um að nýta hluta af lóð nr. 32 við Hafnarstræti undir garðhús. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Staðgengill skipulagsstjóra getur ekki heimilað að byggja garðskúr utan lóðarmarka eða á annarri lóð en þeirri sem eign stendur á sem garðskúrinn á að tilheyra.

5.Kotárgerði 22 - fyrirspurn um notkun lokaðs virkis og útlitsbreytingar

Málsnúmer 2015050117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2015 þar sem Svavar Sigmundsson og Áslaug Magnúsdóttir spyrjast fyrir um mögulegar breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 22 við Kotárgerði. Meðfylgjandi eru fumdrög eftir Svavar Sigmundsson og samþykki nágranna. Innkomin greinargerð frá burðarþolshönnuði 10. ágúst 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra tekur jákvætt í erindið.

6.Hafnarstræti 94 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2015070119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júlí 2015 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Gersemi Þröstur ehf., kt. 520556-0289, sækir um leyfi til að setja upp skyggni yfir aðalinngang að Götubarnum við Hafnarstræti 94. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Í samræmi við bókun skipulagsnefndar þann 12. ágúst s.l. samþykkir staðgengill skipulagsstjóra erindið á tímabundnu leyfi þar til fyrirhugaðar breytingar á göngugötunni í tengslum við framkvæmd nýs deiliskipulags hefjast.

7.Tjarnartún 21 - veggur á lóðarmörkum

Málsnúmer 2015070066Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. júlí 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Björns Ómars Sigurðarsonar sækir um að setja upp vegg á lóðarmörkum norðan við hús nr. 21 við Tjarnartún. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 24. júlí 2015. Innkomið samþykki framkvæmdadeildar 5. ágúst 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

8.Barmahlíð 8 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2012100046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júlí 2015 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Braga Óskarssonar sækir um leyfi fyrir breytingum á klæðningu utan á húsinu Barmahlíð 8 úr múrhúð í plastplötuklæðningu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

9.Tryggvabraut 22 - umsókn um byggingarleyfi - breytingar inni á 2. og 3. hæð

Málsnúmer 2013070002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. ágúst 2015 þar sem Davíð Kristinsson f.h. DK fasteigna ehf., kt. 540411-0690, sækir um breytingar á notkun á vesturhluta 2. hæðar á Tryggvabraut 22. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

10.Hjalteyrargata 2 - umsókn um breytingar utanhúss

Málsnúmer 2015070111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júlí 2015 þar sem Jón Jónsson sækir um breytingar á útliti hússins nr. 2 við Hjalteyrargötu og leyfi til að girða lóðina. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jónas Vigfússon.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Miðhúsabraut 1 - Skautahöll - byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum

Málsnúmer 2015060060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní 2015 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á húsi nr. 1 við Miðhúsabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 16:40.