Búnaðarkaup fyrir íþróttamannvirki - óskir íþróttaráðs um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2012100038

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 214. fundur - 05.10.2012

Tekið fyrir erindi íþróttaráðs dags. 20. september 2012 þar sem óskað er eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar komi að viðhaldi og endurnýjun áhalda og búnaðar í íþróttamannvirkjum bæjarins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 228. fundur - 28.06.2013

6. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 20. júní 2013:
Tillögur forstöðumanna íþróttamannvirkja um endurnýjun og viðhald áhalda og búnaðar kynntar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar frestar afgreiðslu málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 229. fundur - 06.09.2013

Áður á dagskrá 28. júní 2013.
6. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 20. júní 2013:
Tillögur forstöðumanna íþróttamannvirkja um endurnýjun og viðhald áhalda og búnaðar kynntar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að keyptur verði búnaður fyrir Sundlaugina í Hrísey og Hlíðarfjall fyrir allt að 4,6 mkr.

Frekari óskum um búnaðarkaup er vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.