Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

229. fundur 06. september 2013 kl. 08:15 - 09:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðni Helgason
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Búnaðarkaup fyrir íþróttamannvirki - óskir íþróttaráðs um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2012100038Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 28. júní 2013.
6. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 20. júní 2013:
Tillögur forstöðumanna íþróttamannvirkja um endurnýjun og viðhald áhalda og búnaðar kynntar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að keyptur verði búnaður fyrir Sundlaugina í Hrísey og Hlíðarfjall fyrir allt að 4,6 mkr.

Frekari óskum um búnaðarkaup er vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.

2.Sala eigna

Málsnúmer 2011010061Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að sölu eigna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að setja Skólastíg 5 í söluferli og felur framkvæmdastjóra að skoða nánar sölu á Árholti, Deiglunni og gestavinnustofu og Rýminu.

3.Húsaleiguáætlun FA 2014

Málsnúmer 2013090024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar húsaleiguáætlun 2014.

4.Hlíðarfjall - stækkun skíðaleigu

Málsnúmer 2013090043Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 22. ágúst 2013:
Erindi dags. 15. ágúst 2013 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Skíðastaða í Hlíðarfjalli þar sem óskað er eftir bættri aðstöðu fyrir skíðaleigu í Hlíðarfjalli til að geta haldið betur utan um reksturinn og skapað betri vinnuaðstöðu.
Guðmundur Karl Jónsson sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins.

5.Úttekt á rekstri Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013060049Vakta málsnúmer

Fjallað var um úttekt á rekstri FA.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til umfjöllunar í bæjarráði.

6.Verkfundargerðir FA 2013

Málsnúmer 2013010321Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram:
Þórunnarstræti 99 - 2.- 7. verkfundur dags. 20. júní, 4. og 18. júlí, 1., 20. og 29. ágúst 2013.
Naustaskóli 2. áfangi - 39. og 40. verkfundur dags. 16. júlí og 20. ágúst 2013.

Fundi slitið - kl. 09:55.