16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 2012

Málsnúmer 2012090256

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 114. fundur - 03.10.2012

Lagt fram til kynningar bréf frá Mannréttindaskrifstofu Íslands dags. 18. september 2012 þar sem athygli er vakin á alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi dagana 25. nóvember til 10. desember ár hvert.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að taka þátt í átakinu eins og það hefur gert undanfarin ár og hvetur bæjarbúa til þátttöku í þessu mikilvæga átaki þar sem yfirskriftin er "heimilisfriður-heimsfriður".

Jóhann Gunnar Sigmarsson A-lista vék af fundi kl. 17:50.

Samfélags- og mannréttindaráð - 115. fundur - 17.10.2012

Dagana 25. nóvember til 10. desember nk. mun samfélags- og mannréttindaráð ásamt fleirum taka þátt í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Yfirskrift átaksins er "heimilisfriður - heimsfriður". Undirbúningshópur vegna átaksins hefur sent hvatningu um þátttöku til grunnskólanna.

Samfélags- og mannréttindaráð hvetur grunnskólana til að leggja sérstaka áherslu á umræðu um "heimilisfrið - heimsfrið" á meðan á átakinu stendur.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista vék af fundi kl. 17:55.

Samfélags- og mannréttindaráð - 116. fundur - 07.11.2012

Dagana 25. nóvember til 10. desember nk. mun samfélags- og mannréttindaráð ásamt fleirum taka þátt í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Yfirskrift átaksins er "heimilisfriður - heimsfriður". Drög að dagskrá kynnt.

Samfélags- og mannréttindaráð - 117. fundur - 28.11.2012

Dagana 25. nóvember til 10. desember tekur samfélags- og mannréttindaráð ásamt fleirum þátt í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Yfirskrift átaksins er "heimilisfriður - heimsfriður".