Samfélags- og mannréttindaráð

114. fundur 03. október 2012 kl. 17:00 - 19:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Regína Helgadóttir
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Katrín Björg Ríkarðsdóttir katrinb@akureyri.is
Dagskrá

1.Starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs 2011-2014

Málsnúmer 2010090136Vakta málsnúmer

Starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs yfirfarin og uppfærð.

2.Æskulýðs- og tómstundastarf - viðurkenningar

Málsnúmer 2012090258Vakta málsnúmer

Ræddar hugmyndir um veitingu viðurkenninga til þeirra sem skara framúr í æskulýðs- og tómstundastarfi.

3.Sumartómstundir barna

Málsnúmer 2011100055Vakta málsnúmer

Ræddar hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi leikja- og íþróttaskóla sem í boði hafa verið á sumrin.

4.16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 2012

Málsnúmer 2012090256Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Mannréttindaskrifstofu Íslands dags. 18. september 2012 þar sem athygli er vakin á alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi dagana 25. nóvember til 10. desember ár hvert.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að taka þátt í átakinu eins og það hefur gert undanfarin ár og hvetur bæjarbúa til þátttöku í þessu mikilvæga átaki þar sem yfirskriftin er "heimilisfriður-heimsfriður".

Jóhann Gunnar Sigmarsson A-lista vék af fundi kl. 17:50.

5.Ungt fólk - æskulýðsrannsóknir 2011-2016

Málsnúmer 2011010132Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrslan Ungt fólk 2012 - menntun, menning, íþróttir, tómstundir, hagir og líðan nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Skýrslan er gefin út af mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Fundi slitið - kl. 19:00.