Geðverndarfélag Akureyrar - umsókn um styrk til reksturs þjónustumiðstöðvar

Málsnúmer 2012050165

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3321. fundur - 31.05.2012

Erindi dags. 18. maí 2012 frá Brynjólfi Ingvarssyni f.h. Geðverndarfélags Akureyrar þar sem farið er fram á það við bæjarstjórn Akureyrar, að tekin verði til athugunar umsókn um styrk til reksturs þjónustumiðstöðvar félagsins.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en vísar því til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2013.