Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

408. fundur 01. ágúst 2012 kl. 13:15 - 14:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá

1.Austurbyggð 17 - framkvæmdir á lóð

Málsnúmer 2012040126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. apríl 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir breytingum á lóð Dvalarheimilisins Hlíðar að Austurbyggð 17 og til að byggja hænsnahús á lóðinni. Innkomnar teikningar 1. júní 2012 og 27. júlí 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Naustatangi 2 - umsókn um leyfi fyrir breytingum og viðbyggingu

Málsnúmer 2012070063Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Slippsins á Akureyri ehf., kt. 511005-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum og viðbyggingu við húsið nr. 2 við Naustatanga. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

3.Ráðhústorg 3 - umsókn um að breyta 2. hæð í íbúð og gistiskála

Málsnúmer 2012070108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júlí 2012 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Áveitunnar ehf., kt. 560198-2219, sækir um að breyta skrifstofuhúsnæði á 2. hæð að Ráðhústorgi 3 í íbúð er snýr í suður og gistiskála er snýr í norður. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S Árnason.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

4.Fluguborg 5 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2012070117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. júlí 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Dagbjarts G. Halldórssonar, kt. 140662-5059, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hesthús að Fluguborg 5. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Ágúst Hafsteinsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

5.Klettagerði 5 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2012050155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. maí 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Karls Einarssonar, kt. 060675-4229, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á rishæð hússins Klettagerði 5 til norðurs. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar teikningar og skriflegt samþykki nágranna að Klettagerði 3 og tilkynning um Þröst Sigurðsson sem hönnunarstjóra. Sótt er um undanþágu frá byggingarreglugerð þannig að um viðkomandi mannvirki gildi ákvæði eldri byggingareglugerðar nr. 441/1998 hvað varðar:
1. Gr. 9.5.5 Björgunarop, krafa um breidd og hæð.
Innkomnar nýjar teikningar 30. júlí 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:20.