Sundlaug Grímseyjar - rakaskemmdir í þaki

Málsnúmer 2012050152

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 209. fundur - 25.05.2012

Lagt fram minnisblað dags. 24. maí 2012 um stöðu málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu og koma með tillögur að úrbótum ásamt kostnaðaráætlun fyrir næsta fund.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 212. fundur - 20.07.2012

Endurhönnun og framkvæmdir við Sundlaug Grímseyjar kynntar.

Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að setja þetta inn á fjárhagsáætlun 2013.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 222. fundur - 22.03.2013

Lagt fram minnisblað dags. 19. mars 2013 vegna yfirferðar tilboðs frá BB Byggingum ehf sem barst í endurbæturnar á þaki sundlaugarinnar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við BB Byggingar ehf.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 227. fundur - 21.06.2013

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 1 fyrir framkvæmdina.