Kaupangsstræti 10-12 - umsókn um fánastöng

Málsnúmer 2012050125

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 397. fundur - 16.05.2012

Erindi dagsett 15. maí 2012 þar sem Óskar Gísli Sveinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir 12 m fánastöng á þaki Sjónlistamiðstöðvarinnar við Kaupvangsstræti 10-12. Meðfylgjandi er ljósmynd.

Skipulagsstjóri gefur tímabundið leyfi til 15. september 2012 fyrir uppsetningu fánastangarinnar þar sem óljós eru umhverfisáhrif hennar s.s. vegna hávaðaáreitis á næsta nágrenni. Gerð er krafa um að frágangi verði þannig háttað að hægt verði að fella fánastöngina niður.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 402. fundur - 20.06.2012

Erindi dagsett 15. maí 2012 þar sem Óskar Gísli Sveinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fáist fyrir uppsetningu á 12 m fánstöng vestan Myndlistaskólans við Kaupvangsstræti 10-12 eða á graseyju ofan bílastæðis við Kaupvangsstræti, sjá meðfylgjandi ljósmynd.

Skipulagsstjóri samþykkir uppsetningu á fánastönginni vestan Myndlistaskólans við Kaupvangsstræti 14-16.