Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

402. fundur 20. júní 2012 kl. 13:00 - 14:15 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Dalsbraut, Lundarskóli - breytingar á gluggum

Málsnúmer 2012040127Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 24. apríl 2012 þar sem Fasteignir Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækja um að gera breytingar á gluggum og hafa glerskipti í Lundarskóla að Dalsbraut. Innkomin ný teikning og gátlisti frá Ágústi Hafsteinssyni 15. júní 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

2.Hafnarstræti 95 - umsókn um nýja útihurð og fl.

Málsnúmer 2012060101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2012 þar sem Ingunn Helga Hafstað f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um breytingar á 1. hæð að Hafnarstræti 95, setja nýja útihurð fyrir apótekið, ýmsar breytingar innandyra og innrétta nýtt verslunarrými. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Ingunni Helgu Hafstað.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

3.Kaupangsstræti 10-12 - umsókn um fánastöng

Málsnúmer 2012050125Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2012 þar sem Óskar Gísli Sveinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fáist fyrir uppsetningu á 12 m fánstöng vestan Myndlistaskólans við Kaupvangsstræti 10-12 eða á graseyju ofan bílastæðis við Kaupvangsstræti, sjá meðfylgjandi ljósmynd.

Skipulagsstjóri samþykkir uppsetningu á fánastönginni vestan Myndlistaskólans við Kaupvangsstræti 14-16. 

4.Njarðarnes 8 - umsókn um stálhurð

Málsnúmer 2012060096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Car-X ehf., kt. 490304-3390, sækir um leyfi fyrir stálhurð á efri hæð að Njarðarnesi 8. Meðfylgjandi er teikning og gátlisti eftir Ágúst Hafsteinsson.

Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem hönnun verslunarinnar er ekki í samræmi við gildandi byggingarreglugerð.

5.Kaupangur v/ Mýrarveg - umsókn um hringstiga milli hæða

Málsnúmer 2012060097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Hymis ehf., kt. 621292-3589, sækir um leyfi til að setja hringstiga á milli rýma 0104 og 0203 ásamt innveggjatilfærslum í sömu rýmum. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Ágúst Hafsteinsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

6.Kleifargerði 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu.

Málsnúmer 2012060109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2012 þar sem Tómas Búi Böðvarsson f.h. Tómasar Sæmundssonar sækir um byggingarleyfi fyrir sólstofu við húsið að Kleifargerði 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tómas Búa Böðvarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

7.Þórsstígur 2 - umsókn um leyfi fyrir skilti (KIA)

Málsnúmer 2012060155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júní 2012 þar sem Steingrímur Birgisson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um leyfi til að setja upp skilti með merkingu frá "KIA" en Höldur selur bíla m.a. frá því fyrirtæki. Sjá frekar í umsókn. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsstjóri samþykkir uppsetningu á skiltinu skv. staðsetningu á meðfylgjandi afstöðumynd. 

8.Lögbergsgata 7 - reyndarteikningar

Málsnúmer 2011110105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. júní 2012 þar sem Ívar Ragnarsson f.h. Guðmundar Víðis Gunnlaugssonar leggur inn reyndarteikningar af ytra og innra útliti sólskála að Lögbergsgötu 7.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

9.Þverholt 8 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2012060110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júní 2012 þar sem Jóhann Hauksson sækir um leyfi til að brjóta niður steyptan veggstubb við lóðarmörk að götu til að stækka bílastæði við hús sitt að Þverholti 8. Meðfylgjandi eru ljósmyndir og loftmynd.
Skipulagsstjóri samþykkir umbeðna stækkun á bílastæðinu í allt að 7 metra. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

10.Norðurslóð 2 - byggingarleyfi - 5. áfangi

Málsnúmer BN090062Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2012 innkomnar nýjar teikningar frá Glámu/Kím þar sem sótt er um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir 5. áfanga og ný uppfærð brunahönnun fyrir 4. og 5. áfanga Háskólans á Akureyri við Norðurslóð.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:15.