Sameinaður leikskóli - Pálmholt og Flúðir

Málsnúmer 2012050019

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 9. fundur - 07.05.2012

Fyrir fundinn voru lögð til kynningar bréf sem send hafa verið til foreldra og starfsmanna í leikskólunum vegna sameiningar þeirra. Þá var einnig lögð fram til kynningar auglýsing eftir nýjum leikskólastjóra við sameinaðan skóla.

Skólanefnd - 10. fundur - 21.05.2012

Umsóknarfrestur um stöðu leikskólastjóra við sameinaðan leikskóla Pálmholts og Flúða er liðinn og liggur fyrir ein umsókn frá Ernu Rós Ingvarsdóttur.

Samþykkt var að boða umsækjanda til viðtals við skólanefnd miðvikudaginn 30. maí nk.

Skólanefnd - 11. fundur - 04.06.2012

Fyrir fundinn var lögð tillaga fræðslustjóra um að ráða Ernu Rós Ingvarsdóttur í starf leikskólastjóra við sameinaðan leikskóla Flúða og Pálmholts. Erna Rós mætti í ítarlegt viðtal með fræðslustjóra, leikskólafulltrúa og kjörnum fulltrúum í skólanefnd miðvikudaginn 30. maí sl.

Skólanefnd samþykkir tillöguna samhljóða.

Skólanefnd - 15. fundur - 17.09.2012

Erna Rós Ingvarsdóttir skólastjóri Flúða/Pálmholts og Snjólaug Pálsdóttir skólastjóri Holtakots/Síðusels mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu sameiningarferlis leikskólanna.

Skólanefnd - 18. fundur - 19.11.2012

Tillögur að nýjum nöfnum á sameinaða leikskóla á Flúðum/Pálmholti og Holtakoti/Síðuseli.
Erindi barst frá skólastjórum Flúða/Pálmholts og Holtakots/Síðusels með tillögum að nöfnum á sameinaða leikskóla. Nafnanefnd Akureyrarkaupstaðar hefur lýst yfir samþykki sínu með nöfnin sem gerð er tillaga um.

Skólanefnd samþykkir samhljóða að nafn á sameinaðan leikskóla Pálmholts og Flúða verði Pálmholt.

Jafnframt samþykkir skólanefnd samhljóða að nafn á sameinaðan leikskóla Holtakots og Síðusels verði Hulduheimar.

Skólanefnd þakkar öllum þeim aðilum sem að málinu komu.

Skólanefnd - 4. fundur - 18.02.2013

Lögð fram ályktun frá foreldraráði Pálmholts dags. 17. janúar 2013.

Foreldraráð Pálmholts fundaði með formanni skólanefndar og fræðslustjóra þann 14. janúar 2013 vegna málsins. Á fundinum gerðu aðilar grein fyrir sínum sjónarmiðum þar sem fram kom hvernig ráðgert var í upphafi að standa að sameiningu leikskólanna Flúða og Pálmholts. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 varð gert ráð fyrir auknu stjórnunarhlutfalli við skólann umfram það sem kjarasamningur gerir ráð fyrir og viðbótartímum vegna vinnu starfsfólks við sameiningarferlið. Að öðru leyti fékk skólinn sömu úthlutun og aðrir skólar innan bæjarins.

Skólanefnd - 19. fundur - 02.12.2013

Á fundinn mættu leikskólastjórar leikskólanna Pálmholts og Hulduheima. Þær kynntu skýrslur sem teknar hafa verið saman um sameiningarferlið í þessum leikskólum.

Skólanefnd þakkar Ernu Rós Ingvarsdóttur leikskólastjóra í Pálmholti og Snjólaugu Pálsdóttur leikskólastjóra í Hulduheimum fyrir framlag þeirra til sameiningar leikskólanna og fyrir kynninguna.