Móttaka innlytjenda á skólaaldri í grunnskóla Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012050018

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 9. fundur - 07.05.2012

Fyrir fundinn var lagt til kynningar erindsbréf starfshóps sem hefur það verkefni að endurskoða fyrirkomulag á mótttöku og þjónustu við börn innflytjenda á Akureyri með það að leiðarljósi að leggja af móttökudeild í Oddeyrarskóla og efla þjónustuna í öllum grunnskólunum á móti.

Skólanefnd - 10. fundur - 21.05.2012

Starfshópur um endurskoðun á móttöku nemenda með íslensku sem annað mál í grunnskólum Akureyrar hefur skilað skýrslu og tillögum. Starfshópurinn var þannig skipaður:
Helga Hauksdóttir skólastjóri Oddeyrarskóla
Hrafnhildur Guðjónsdóttir ráðgjafi í móttökudeild innflytjenda Oddeyrarskóla
Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri Brekkuskóla
Sigurbjörg Bjarnadóttir kennari Síðuskóla
Þorgerður Sigurðardóttir skólastjóri Lundarskóla
Elín Magnúsdóttir deildarstjóri Glerárskóla
Þorgerður J. Guðlaugsdóttir aðstoðarskólastjóri Giljaskóla
Aðalheiður Skúladóttir námsráðgjafi Naustaskóla
Helga Vilhjálmsdóttir sálfræðingur í skólateymi fjölskyldudeildar
Ingibjörg Auðunsdóttir sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri stýrði vinnunni.
Í tillögum starfshópsin er gert ráð fyrir því að núverandi fyrirkomulag með sérstakri móttökudeild í Oddeyrarskóla verði lagt af og móttaka nemenda með íslensku sem annað tungumál verði skipulögð í hverjum skóla fyrir sig. Lagt er til að ráðinn verði kennsluráðgjafi sem sé sérfræðingur á þessu sviði og sinni almennri kennsluráðgjöf til þeirra kennara sem sinna þessum nemendum. Í dag er gert ráð fyrir um 40 kennslustundum í verkefnið, eða u.þ.b. 9.000.000 króna. Starfshópurinn telur að það verði að auka við þessa þjónustu þannig að kostnaður vegna kennsluráðgjafans komi til viðbótar því fjármagni sem nú þegar er ætlað til að sinna þessari þjónustu/kennslu.

Skólanefnd þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu og felur fræðslustjóra að ræða við Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri um möguleika þeirra til að taka að sér þá ráðgjöf sem rætt er um í skýrslunni. Skólanefnd óskar eftir tillögum að útfærslu fyrir næsta skólanefndarfund.

Skólanefnd - 11. fundur - 04.06.2012

Fyrir fundinn var lögð tillaga um að staða ráðgjafa sem fjallað er um í skýrslu sem lögð var fyrir síðasta fund, verði staðsett á skóladeild. Tillagan kemur fram í kjölfar umræðna á fundi með skólastjórum grunnskólanna.

Skólanefnd samþykkir tillöguna samhljóða.

Skólanefnd - 15. fundur - 17.09.2012

Erindi frá Þórhildi Helgu Þorleifsdóttur skólastjóra Lundarskóla fyrir hönd grunnskólaskólastjóra Akureyrar dags. 4. september 2012 þar sem óskað er eftir frekari útskýringu á afgreiðslu máls vegna móttöku innflytjenda á skólaaldri í grunnsskóla Akureyrarkaupstaðar.

Afgreiðslu málsins frestað.

Skólanefnd - 19. fundur - 10.12.2012

Lagt fram til kynningar erindi dags. 4. september 2012 frá skólastjórum grunnskóla er varðar móttöku innflytjenda á skólaaldri í grunnskóla Akureyrarbæjar.

Fræðslustjóra falið að svara erindinu í samræmi við bókanir skólanefndar og umræðu á fundum.