Skólanefnd

19. fundur 10. desember 2012 kl. 14:00 - 15:46 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Sigríður María Hammer
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Karl Frímannsson fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Félag íþróttakennara við grunnskóla - heimsóknir leikskólabarna í íþróttamannvirki

Málsnúmer 2012020202Vakta málsnúmer

Erindi dags. 11. febrúar 2012 frá Elvari Sævarssyni f.h. Félags íþróttakennara við grunnskóla varðandi heimsóknir leikskólabarna í íþróttamannvirki bæjarins lagt fram til kynningar.

Skólanefnd þakkar Félagi íþróttakennara við grunnskóla Akureyrar fyrir og felur fræðslustjóra að svara erindinu.

2.Fjárhagsáætlun 2013 - fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2012060177Vakta málsnúmer

Skólanefnd vill vekja athygli á nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis þar sem fram kemur að Hlíðarskóli fær 12 milljónir á fjárlögum ríkisins árið 2013 en í fjárhagsáætlun bæjarins var gert ráð fyrir 40 milljón króna framlagi.
Málið lagt fram til kynningar.

3.Leikskólinn Iðavöllur - úttekt á skólastarfi

Málsnúmer 2010030057Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf dags. 12. nóvember 2012 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu með ósk um úrbætur á skólanámskrá Iðavallar, innra mati og framsetningu skriflegra gagna.

Ráðuneytinu verður sent svarbréf þess efnis að leikskólinn Iðavöllur hefur orðið við þessum athugasemdum og hefur nú þegar lagt fram endurskoðaða skólanámskrá sem send verður með sem fylgiskjal.

Skólanefnd þakkar starfsfólki Iðavallar fyrir vönduð vinnubrögð.

4.Skóladagar - eftirlit með fjölda skóladaga 2011-2012

Málsnúmer 2012120006Vakta málsnúmer

Skólanefnd barst erindi dags. 26. nóvember 2012 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu með athugasemdum við skóladagafjölda í Giljaskóla veturinn 2011-2012.

Giljaskóli hefur lagt fram skýringar vegna athugasemdanna og er fræðslustjóra falið að ganga frá svari til ráðuneytisins.

5.Stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2010040041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staða verkefna skv. minnisblaði dags. 10. desember 2012 um breytingar á stjórnkerfi skóla.

Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri vék af fundi kl. 15:19.

6.Móttaka innflytjenda á skólaaldri í grunnskóla Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012050018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 4. september 2012 frá skólastjórum grunnskóla er varðar móttöku innflytjenda á skólaaldri í grunnskóla Akureyrarbæjar.

Fræðslustjóra falið að svara erindinu í samræmi við bókanir skólanefndar og umræðu á fundum.

Fundi slitið - kl. 15:46.