Úttekt á ritun í íslensku í grunnskólum vorið 2012

Málsnúmer 2012030019

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 3. fundur - 04.02.2013

Með bréfi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 23. janúar 2013 er greint frá niðurstöðum úttektar á ritunarkennslu í 12 grunnskólum vorið 2012. Lundarskóli og Giljaskóli voru meðal þeirra skóla sem úttektin var gerð í. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að hvergi megi greina alvarlega vankanta á ritunarkennslu í skólunum 12 þótt ýmislegt megi bæta á sumum sviðum. Tillögur til úrbóta eru lagðar fram sameiginlega fyrir alla skólana.
Málið lagt fram til kynningar.