Skólaakstur í grunnskóla

Málsnúmer 2012010250

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 2. fundur - 23.01.2012

Fyrir fundinum lá tillaga um að bjóða skólaakstur út, en fram kom að samkvæmt núgildandi samningi við SBA má framlengja samninginn um eitt ár enn.

Skólanefnd samþykkir tillöguna og felur fræðslustjóra að sjá til þess að útboðsgögn verði útbúin.

Skólanefnd - 7. fundur - 28.03.2012

Á fundinum var rætt um nokkur álitamál vegna útboðs á skólakstri.

Skólanefnd - 8. fundur - 11.04.2012

Fyrir fundinn voru lögð drög að útboðsgögnum vegna skólaaksturs í Akureyrarbæ.

Skólanefnd samþykkir drögin með þeirri breytingu að vettvangsferðir verði ekki boðnar út, heldur verði þær á ábyrgð hvers skóla.

Skólanefnd - 11. fundur - 04.06.2012

Fyrir fundinn voru lögð tilboð í skólaakstur fyrir grunnskóla Akureyrar en tilboðin voru opnuð miðvikudaginn 30. maí sl.

Skólanefnd samþykkir samhljóða að fela fræðslustjóra og bæjarstjóra að ganga frá málinu með hliðsjón af umræðum á fundinum og áliti lögfræðinga þegar það liggur fyrir.