Skólanefnd

8. fundur 11. apríl 2012 kl. 14:00 - 15:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
  • Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
  • Valur Sæmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2010040041Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lagðar tillögur stýrihóps um stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar. Tillögurnar fela meðal annars í sér að unnið verði að sameiningu leikskóla þannig að á hverjum þeirra verði 90-150 börn, hvatt verði til aukinnar teymisvinnu skólastjórnenda og kennara í öllum skólum bæjarins og dreifstýring verði aukin í leikskólum til samræmis við það sem er í grunnskólum. Markmið tillagnanna er að efla faglegt starf innan skóla Akureyrarbæjar.
Tillögurnar eru aðgengilegar á heimasíðu skóladeildar http://skoladeild.akureyri.is

Meirihluti skólanefndar samþykkir tillögur stýrihópsins og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Helgi Vilberg Hermannsson A-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Logi Már Einarsson S-lista bókar eftirfarandi:

Lögð hefur verið áhersla á sjálfstæði grunnskóla Akureyrar til þróunar kennsluhátta samhliða auknu frelsi foreldra til að velja börnum sínum skóla. Samfylkingin á Akureyri leggur ríka áherslu á að skólar bæjarins starfi samkvæmt aðalnámskrá og stjórnun þeirra sé fagleg, hagkvæm og árangursrík. Tekið er undir ýmislegt sem fram kemur í skýrslu stýrihóps um stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar. Þó þarf að tryggja að ekki sé þrengt um of að sjálfstæði skólanna til að þróa kennsluhætti og skólastarf, þannig að fölbreytni verði sem mest.

2.Skólaakstur í grunnskóla

Málsnúmer 2012010250Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lögð drög að útboðsgögnum vegna skólaaksturs í Akureyrarbæ.

Skólanefnd samþykkir drögin með þeirri breytingu að vettvangsferðir verði ekki boðnar út, heldur verði þær á ábyrgð hvers skóla.

3.Tónlistarvinnuskóli 2012 - fjármögnun

Málsnúmer 2012030204Vakta málsnúmer

Erindi dags. 16. mars 2012 frá Láru Sóleyju Jóhannsdóttur f.h. Menningarfélagsins Hofs ses varðandi fjármögnun Tónlistarvinnuskólans 2012.

Skólanefnd fagnar því að fjölbreytni verkefna sem vinnuskólinn kemur að sé að vaxa og telur skólanefnd brýnt að verkefni sem þetta sé skoðað í víðara samhengi t.d. í tengslum við íþróttir og sjónlistir.

Skólanefnd vísar erindinu til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 15:40.