Siglingaklúbburinn Nökkvi - skipulagsmál á félagssvæðinu

Málsnúmer 2012010229

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 107. fundur - 22.03.2012

Umræður um skipulags- og uppbyggingarmál á félagssvæði Nökkva félags siglingamanna á Akureyri.

Íþróttaráð samþykkir að skipaður verði vinnuhópur til að vinna að undirbúningi skipulags- og uppbyggingarmála á félagssvæði Nökkva. Nói Björnsson og Árni Óðinsson verða fulltrúar íþróttaráðs í hópnum. Íþróttaráð óskar eftir að skipulagsnefnd, Nökkvi og ÍBA tilnefni fulltrúa í vinnuhópinn.