Líknardeild á Dvalarheimilinu Hlíð - Akureyrarbær og FSA

Málsnúmer 2011110143

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3300. fundur - 08.12.2011

Erindi dags. 21. nóvember 2011 frá Ingvari Þóroddssyni yfirlækni Endurhæfingardeildar FSA þar sem óskað er eftir því að skoðaður verði sá möguleiki að Akureyrarbær og FSA geti í sameiningu staðið að rekstri líknardeildar á Dvalarheimilinu Hlíð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

Bæjarráð - 3334. fundur - 04.10.2012

Erindi dags. 17. september 2012 frá forstjóra FSA þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær skipi tvo fulltrúa í undirbúningshóp sem hefur það hlutverk að móta erindi til velferðarráðuneytis um starfrækslu líknardeildar á Akureyri.

Bæjarráð skipar Indu Björk Gunnarsdóttur bæjarfulltrúa L-lista og Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra sem fulltrúa Akureyrarbæjar í undirbúningshópinn.