Reglur um rekstrar- og styrktarsamninga Akureyrarbæjar við frjáls félagasamtök

Málsnúmer 2011110139

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3298. fundur - 24.11.2011

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

Bæjarráð Akureyrar samþykkir að fela bæjarstjóra að láta semja reglur um rekstrar- og styrktarsamninga sem Akureyrarbær gerir við frjáls félagasamtök. Í reglunum skal m.a. koma fram hvaða kröfur Akureyrarbær gerir til þeirra félagasamtaka sem njóta fjárframlaga frá bænum og með hvaða hætti Akureyrarbær hefur eftirlit með framkvæmd samninganna. Þetta er gert til að samræma og skýra kröfur af hendi bæjarins og til að tryggja virkt eftirlit.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista vék af fundi kl. 12:10.