Tjarnartún 31 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011110026

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 372. fundur - 09.11.2011

Erindi dagsett 7. nóvember 2011 þar sem Gunnar Þórarinsson sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 31 við Tjarnartún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Svein Valdimarsson.

Skipulagsstjóri gerir alvarlegar athugasemdir við innra skipulag hússins, sbr. grein 103.1 í byggingarreglugerð. Óskað er eftir að innra skipulag hússins verði endurskoðað í samræmi við fyrrnefnda grein. Einnig er bent á að hönnun er ekki í samræmi við greinar 80.7 og 93.2. Auk þess er gerð athugasemd við umfang og staðsetningu eldhúss, stærð bílgeymslu og anddyris sem ekki er í samræmi við herbergjafjölda hússins. 

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 382. fundur - 25.01.2012

Erindi dagsett 7. nóvember 2011 þar sem Gunnar Þórarinsson sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 31 við Tjarnartún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Svein Valdimarsson. Innkomnar nýjar teikningar og gátlisti 23. janúar 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 384. fundur - 08.02.2012

Erindi dagsett 7. nóvember 2011 þar sem Gunnar Þórarinsson sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 31 við Tjarnartún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Svein Valdimarsson. Innkomnar nýjar teikningar og gátlisti 23. janúar 2012. Innkomnar nýjar teikningar 3. febrúar 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 411. fundur - 30.08.2012

Erindi dagsett 7. nóvember 2011 þar sem Gunnar Þórarinsson sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 31 við Tjarnartún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Svein Valdimarsson. Innkomnar nýjar teikningar og gátlisti 23. janúar 2012. Innkomnar nýjar teikningar 3. febrúar 2012. Innkomin umsókn um takmarkað byggingarleyfi fyrir sökkul og gólfplötu 23. ágúst 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvegsskiptum, undirstöðum og sökklum.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 466. fundur - 23.10.2013

Erindi dagsett 22. október 2013 þar sem Gunnar Þórarinsson sækir um breytingar á húsi nr. 31 við Tjarnartún. Meðfylgjandi er teikning eftir Svein Valdimarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 657. fundur - 06.12.2017

Erindi dagsett 30. nóvember 2017 þar sem Gunnar Þórarinsson sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á þakklæðningu húss nr. 31 við Tjarnartún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svein Valdimarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 683. fundur - 05.07.2018

Erindi dagsett 20. júní 2018 þar sem Ragnheiður Sverrisdóttir sækir um breytt innra skipulag og breytingar á útliti húss nr. 31 við Tjarnartún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Eyjólf Valgarðsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 691. fundur - 06.09.2018

Erindi dagsett 20. júní 2018 þar sem Ragnheiður Sverrisdóttir fyrir hönd Heimis Finnssonar og Kristveigar Atladóttur sækir um breytt innra skipulag og breytingar á útliti húss nr. 31 við Tjarnartún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Eyjólf Valgarðsson. Innkomnar nýjar teikningar 5. september 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.