Íþróttahöllin - endurnýjun á bekkjum

Málsnúmer 2011100049

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 198. fundur - 17.10.2011

Rætt um endurnýjun áhorfendabekkja sem voru á gólfi Íþróttahallarinnar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að leitað verði tilboða í smíði og uppsetningu bekkjanna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 200. fundur - 02.12.2011

Farið yfir tilboð sem bárust í smíði á áhorfendabekkjum í Íþróttahöllina.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Útrás tillaga 1: kr. 21.985.000
Útrás tillaga 2: kr. 20.485.000
Vélsmiðja Steindórs kr. 31.330.000

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar frestar afgreiðslu málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 201. fundur - 09.12.2011

Farið yfir þau tilboð sem bárust í smíði og uppsetningu á áhorfendabekkjum niður á gólfi í Íþróttahöllinni.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að hafna tilboðunum og felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 205. fundur - 30.03.2012

Lögð fram niðurstaða opnunar tilboða í endurnýjun á áhorfendabekkjum niður við gólf.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við Stálflex ehf á grundvelli tilboðs 5.